- Beinþéttni verður mæld með svokallaðri DXA-tækni, sem notar röntgengeisla. Rannsóknin er samþykkt af Geislavörnum ríkisins. Geislaálag vegna þátttöku í rannsókninni er minna en sem svarar geislaálagi vegna náttúrulegrar bakgrunnsgeislunar á Íslandi á einu ári. Náttúruleg bakgrunnsgeislun er í öllu okkar umhverfi. Hún kemur frá himingeimnum, jarðskorpunni og geislavirkum efnum í líkama okkar. Þessi geislun er lítil á Íslandi og mun minni en annars staðar á Norðurlöndum. Miðað við þá geislun sem hér um ræðir er það mat Geislavarna ríkisins að áhætta vegna þátttöku í rannsókninni sé mjög lítil.